húsaleigubætur
Húsaleigubætur

Átt þú rétt á húsnæðisbótum?

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði. Kannaðu hvort þú eigir rétt á húsaleigubótum.

Flutningar

Húsnæðis og mannvirkjastofnun heldur utan um úthlutun húsnæðisbóta. Þetta er úrræði sem getur verið góð búbót og fengið heimilisbókhaldið til að ganga upp.

Húsnæðisbætur eru skilyrðum háðar svo sem tekjum, eignum, fjölskyldustærð og húsnæðiskostnaði. Kynntu þér hvort þú eigir rétt á þessum bótum hjá HMS.  Þar er að finna reiknivél og frekari upplýsingar.

Til að sækja um húsnæðisbætur þarf leigjandi að:

  1. Skrá lögheimili sitt á rétt heimilisfang hjá Þjóðskrá.
  2. Sækja um húsaleigubætur um hjá HMS.