Þrif

Fimm einföld skref að hreinu niðurfalli

Það er mikilvægt að þrífa niðurfallið reglulega, til að koma í veg fyrir stíflur.

hyresratt_nyproduktion_heimstaden

Það að hreinsa niðurfall er kannski ekki það fyrsta sem þér dettur í hug þegar kemur að reglulegum þrifum, en það er góður vani. Það að athuga og hreinsa reglulega getur komið í veg fyrir stíflur í niðurfalli. Því oftar sem þú sinnir því, því auðveldara er það!

Svona hreinsar þú niðurfallið

Til að hreinsa niðurfallið þarftu að hafa eftirfarandi við höndina: uppþvottahanska, ruslapoka fyrir hár og óhreinindi, uppþvottabursta eða annað til að skrúbba vatnslásinn og mögulega stíflubana.

  1. Klæddu þig í hanskana og lyftu ristinni ofan af niðurfallinu.
  2. Fjarlægðu hár eða óhreinindi sem geta hafa safnast ofan á vatnslásnum
  3. Þar á eftir losar þú vatnslásinn, þetta lítur oft út eins og skál með handfangi. Taktu hann upp, fjarlægðu hár, fiturestar eða önnur möguleg óhreinindi. Þá kemstu að til að skola og skrúbba þar til niðurfallið er orðið hreint.
  4. Ef það er mikið hár og óhreinindi í sjálfu rörinu, fjarlægir þú þetta og skolar svo sérstaklega vel, gjarnan með sjóðheitu vatni. Passaðu þig að brenna þig ekki!
  5. Að lokum getur þú sett lokið og ristina aftur á sinn stað. Láttu vatn renna til að tryggja að allt sé hreint og á sínum stað.

 

Niðurfall

Ef þú hefur gleymt þér og skaðinn er skeður þannig að niðurfallið sé orðið stíflað, þá gæti þurft að nota stíflueyði. Hann notar þú eftir að þú hefur fjarlægt öll sýnileg óhreinindi. Efni til stíflulosunar fæst í öllum helstu matvöruverslunum, þú fylgir leiðbeiningum framleiðenda.

Hversu oft ætti að þrífa niðurfall?

Góð þumalfingursregla er að þrífa bæði niðurfall og eldhúsviftu að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Gerðu það við hvert árstíðarskipti, þá er einfalt að muna það!

Ef þið eruð mörg í heimili safnast hár og sápurestar fyrr upp, og þá gætir þú þurft að gera þetta oftar.

Gott viðhald, sparar vinnu til lengdar.