Hlíðarendi

Opið hús

Við bjóðum í opið hús 26. apríl kl 12-14 að Hlíðarfæti 13 og 17, 102 Reykjavík.
Skráðu þig hér að neðan.

Byggðin á Hlíðarenda er virkilega glæsileg og þar höfuð við opnað fyrir útleigu á splunkunýjum íbúðum.

 

Hér er auðvelt að búa sér fallegt heimili, nálægt iðandi mannlífi og steinsnar frá útivistarsvæðum.

Öllum leiguíbúðum fylgir stæði í bílahúsi og aðgengi að hverfinu er gott í gegnum öflugar stofnæðar.

 

Vinsamlegast skráðu þig á opið hús hér

  Í hinni áttinni bíða svo lystisemdir miðborgarinnar, menningin, maturinn, skemmtunin, kaffihúsin og iðandi mannlífið. Í göngufæri eru svo einnig einhverjir stærstu vinnustaðir landsins eins og Landsspítalinn og tveir helstu Háskólar landsins. Örstutt ganga er í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar.

  Dæmi um 2ja herbergja íbúð
  Dæmi um 2ja herbergja íbúð

  Íbúðirnar eru báðar 2ja herbergja, á annarri og fjórðu hæð í húsum með lyftu.

  Önnur er 52 fm með gott skipulag og hin mjög rúmgóð, heilir 75 fm með stærra herbergi.

  Báðar eru þær með svalir með frábært útsýni yfir Öskjuhlíð og Keili, svo fátt eitt sé nefnt.

  Íbúðirnar eru báðar parketlagðar með fallegu harðparketi, vandaðar og fallegar innréttingar á eldhúsi og baðherbergi.
  Gardínur og ljós fylgja íbúðinni ásamt ísskáp og uppþvottavél, þvottavél og þurrkara.

  Lyfta er í húsinu.

  Frekari upplýsingar um Hlíðarfót 17,  íbúð 402 og Hlíðarfót 13, íbúð 206.