ræstingar blogg
Heimilið

Við hefjum kaup á Svansvottuðum sameignarþrifum

Heimstaden hefur undirritað samning við Daga um ræstingar á öllum sameignum félagsins.

Dagar ræstingasvið

Svansmerkið

Heimstaden á og rekur yfir 1600 íbúðir á Íslandi og hefur í krafti stærðar sinnar möguleika á að gera breytingar sem hafa þýðingu fyrir umhverfið. Heimstaden velur því samstarfsaðila af kostgæfni, sem geta skuldbundið sig til að fylgja siðareglum sem snúa að umhverfis- og samfélagsmálum.

Við gerum núna breytingar í ræstingum til að bæta hreinlæti í sameignum okkar og umhverfi íbúa okkar. Það sem meira er, hafa Dagar Svansvottun sem tryggir umhverfisvænar hreinlætislausnir.

 

„Dagar fagna samstarfi við Heimstaden þar sem um er að ræða tvö metnaðarfull fyrirtæki sem eru leiðandi á sínum markaði. Dagar hafa áratugareynslu af ræstingum, hreingerningum og fasteignaumsjón og starfa hjá okkur 750 starfsmenn á yfir 20 stöðum á landinu.

Dagar leggja áherslu  á að vaxa á ábyrgan hátt þar sem samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvitund er höfð að leiðarljósi“

sagði Björk Baldvinsdóttir, Sviðsstjóri Sölu- og viðskiptaþróunar hjá Dögum

 

Dagar og Heimstaden passa þannig vel saman og við hlökkum til að bjóða íbúum okkar Svansvottuð sameignarþrif!

Heimstaden blogg