hjólið klárt fyrir sumarið
Reiðhjólaviðhald

Svona gerirðu hjólið klárt fyrir sumarið

Nú þegar vorið er komið, þá taka margir fram hjólið. Ef þú hugsar vel um það endist það ár eftir ár.

Reiðhjólaviðhald

Með góðu viðhaldi geturðu lengt endingu hjólsins þíns. Það er gott fyrir sparibaukinn og eykur einnig gleðina við hjólreiðar þegar allt lítur vel út og virkar eins og það á að gera. Hjól sem er vel við haldið er líka öruggara fyrir þig. Að kaupa reiðhjól er fjárfesting, og þá borgar sig að viðhalda því vel til að auka líftímann.

Mundu að þvo

Ef þú þværð hjólið þitt reglulega, endist það lengur. Til eru sápur, burstar og svampar til að nota í þvott á reiðhjóli, bílasápa virkar líka vel! Til að þrífa keðjuna, tannhjólin og aðra staði sem erfitt er að komast að, er gott að nota lítinn bursta, til dæmis gamlan tannbursta. Á restina af hjólinu er hægt að nota klút eða svamp til að þrífa.

Smurning heldur hjólinu við

Hjólið ætti alltaf að þvo áður en byrjað er að stilla og smyrja. Þegar hjólið er þurrt geturðu smurt keðjuna og aðra hreyfanlega hluti á hjólinu. Mundu að þurrka af umfram olíu með þurrum klút, tusku eða pappír. Það borgar sig að láta stilla gírana reglulega, til að tryggja að þeir virki vel.

Hefurðu lent í vondu veðri?

Ef þú hefur hjólað í rigningu eða drullu, ættirðu alltaf að þurrka af því og hreinsa það eftir notkun. Óhreinindi nuddast í íhluti hjólsins og geta valdið skemmdum.

þrífa hjól