Umsóknarferlið

Svona verður Heimstaden íbúð
að þínu heimili

Umsóknarferlið

Einfalt er að sækja um íbúð hjá Heimstaden. Sótt er um íbúðir á heimasíðu okkar. Hér að neðan er úthlutunarferlið útskýrt nánar.
Svona verður Heimstaden íbúð að þínu heimili!

Umsókn

Sótt er um lausar íbúðir á heimasíðu okkar. Skila þarf inn lánshæfismati frá Credit Info og sakavottorði svo að umsókn teljist gild.*

Allir umsækjendur fá skriflegt svar þegar umsóknin hefur verið meðhöndluð, innan tveggja virkra daga.

Woman reading

Úthlutun

Sá sem fær eign úthlutað fær tölvupóst þess efnis og boð um að skoða eign.

Staðfesting

Eftir skoðun á íbúð er greitt staðfestingar,- og umsýslugjald, krónur 30.000, til að staðfesta íbúðina. Sjá verðskrá hér.

Trygging

Umsækjandi útvegar tryggingu sem nemur 3 mánaða leigu í formi bankaábyrgðar, ábyrgðar frá Leiguskjól eða Sjóvá eða að tryggingarupphæð er lögð inn á reikning Heimstaden.

Undirskrift

Þegar trygging liggur fyrir er hægt að ganga frá undirritun leigusamnings.

Leigutakinn hefur valmöguleika um að skrifa undir rafrænt eða að skrifa undir leigusamninginn á skrifstofu Heimstaden á opnunartíma. Óskir þú eftir að sækja um húsaleigubætur, er sótt um það rafrænt á heimasíðu HMS. Meira um húsnæðisbætur hér.

Hér fyrir neðan getur þú horft á stutta útskýringu á helstu atriðum samningsins.

YouTube

By loading the video, you agree to YouTube's privacy policy.
Learn more

Load video

YouTube

By loading the video, you agree to YouTube's privacy policy.
Learn more

Load video

Afhending

Eign er afhent í samræmi við leigusamning og um leið er gengið frá innskoðunarskýrslu. Framvísa þarf skilríkjum við innskoðun. Þetta er gert til að skjalfesta ástand eignar þegar þú tekur við henni.

Til hamingju með nýja heimilið!

Þú flytur inn og býrð þér nýtt heimili. Við vonum að þér líði vel hjá okkur og leggjum okkur fram við að búa til vinaleg heimili.

Kynntu þér Heimþjónustu, við hjálpum þér að koma þér fyrir!

Í myndbandinu að neðan er farið yfir helstu húsreglur okkar.

YouTube

By loading the video, you agree to YouTube's privacy policy.
Learn more

Load video

YouTube

By loading the video, you agree to YouTube's privacy policy.
Learn more

Load video

*Heimstaden áskilur sér rétt til að synja umsókn á grundvelli lánshæfismats eða sakaskrár umsækjanda.