Stefna okkar lýsir því sem við þurfum að gera til að ná fram framtíðarsýn okkar – að einfalda og auðga lífið með vinalegum heimilum. Forgangsröðun okkar hjálpar okkur að taka réttar ákvarðanir sem gagnast viðskiptavinum okkar, samfélaginu öllu.
ÁNÆGJA VIÐSKIPTAVINA
- Heimstaden býður upp á gott úrval íbúða ásamt því að bjóða upp á afbragðs þjónustu. Að auki er lögð mikil áhersla á að upplifun viðskiptavina sé góð.
- Góð þjónusta sem einfaldar og bætir líf viðskiptavina okkar – bæði í dag og í framtíðinni.
METNAÐARFULLT STARFSFÓLK
- Hjá Heimstaden er lögð áhersla á að starfsfólk félagsins sé heiðarlegt, ástríðufullt fyrir vinnunni og hæft til þeirra verka sem því er falið.
- Heimstaden leggur áherslu á að vinnuumhverfið byggi á fjölbreytileika og jafnrétti.
GÓÐIR STJÓRNARHÆTTIR
- Hjá Heimstaden er lögð mikil áhersla á stafrænar lausnir til að stuðla að því að notendaupplifun viðskiptavina okkar sé, sem best og til þess fallin að auðvelda líf viðskiptavina okkar.
- Þjónustuúrval Heimstaden og fjölbreytileiki eignasafns Heimstaden byggja á þörfum viðskiptavina okkar, því leggur félagið mikla áherslu á hinar ýmsu þjónustukannanir, til að öðlast betri yfirsýn yfir þarfi viðskiptavina okkar.
SJÁLFBÆR OG SAMKEPPNISHÆFUR VÖXTUR
- Markmið Heimstaden er að halda áfram að stækka í Evrópu bæði með innri vexti, uppbyggingu nýbyggingar og yfirtökum á öðrum starfandi leigufélögum sem samræmast Heimstaden viðmiðunum. Að auki leggur félagið áherslu á að fjárfesta í grænum lausnum.
- Öflug samskipti við sveitarfélög, fjármálastofnanir og fjárfesta grundvalla frekari vöxt Heimstaden sama hvar í heiminum starfsemi félagsins er.
- Einn af lykil þáttum vaxtar félagsins er að fullnýta þau samlegðaráhrif sem verða til þegar að eignasafn félagsins er stækkað, hvort sem stækkunin byggir á yfirtökum á öðrum félögum, nýbyggingum eða með annarskonar aðferðum.
SJÁLFBÆR ÞRÓUN
- Í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna leggjum við áherslu á að bæta samfélag okkar, umhverfi og loftslag.
- Heimstaden hefur sett sér sjálfbærnismarkmið sem öll félög innan samstæðunnar vinna að hvort sem starfsemin er á Íslandi eða annarsstaðar. Heimstaden er með gott aðhald og eftirlit með dótturfélögum sínum til að tryggja að ferlum og stefnum félagsins sé fylgt í hvívetna.
- Heimstaden leggur áherslu á að nota hagkvæmar og grænar lausnir í rekstri félagsins sama hversu smávægileg aðgerðin er.
REKSTUR SEM STUÐLAR AÐ FÉLAGSLEGRI ÞRÓUN
- Mikilvægt er að hlúa vel að starfsmönnum, viðskiptavinum og samstarfsaðilum félagsins og þannig að stuðla þannig að bættara samfélagi.
- Með því að deila þekkingu innan félagsins stuðla Heimstaden að frekari vexti félagsins.