Um okkur

Heimstaden

Heimstaden er leiðandi evrópskt leigufélag með framtíðarsýn um að einfalda og bæta líf viðskiptavina með vinalegu húsnæði - Friendly Homes.

Metnaður Heimstaden snýr að því að vaxa á ábyrgan og sjálfbæran hátt ásamt samstarfsaðilum sem deila gildum okkar. Við vinnum eftir ákveðinni stefnu og munum við vinna með öðrum hagsmunaaðilum og skapa tækifæri með því að leggja til reynslu, þekkingu og fjármagn.

Stuðningar við góðgerðarfélög eru mikilvæg fyrir Heimstaden. Við hyggjust eiga fasteignir okkar til langs tíma, sem þýðir að við byggjum, þróum og stjórnum sjálfbærum og nútímalegum heimilum með réttum staðli. Þannig búum við til langtímaverðmæti fyrir hluthafa, samstarfsaðila og viðskiptavini – en einnig fyrir starfsmenn okkar og fyrir samfélagið í heild.

Við erum gildisdrifin

Með vinnubrögðum okkar, sem endurspegla gildi okkar, sköpum við verðmæti – frá fyrirtækinu og starfsmönnum okkar – út í samfélagið almennt. Gildi okkar fanga sál félagsins og tala um það sem við stöndum fyrir núna og í framtíðinni. Sjálfbærniáætlun Heimstaden var þróuð árið 2019. Árið 2020 munum við endurskoða markmiðin og móta aðgreind loftslagsmarkmið út frá aðstæðum á hinum ýmsu mörkuðum sem Heimstaden starfar á. Sjálfbærni stefna Heimstaden á ensku.

 

 

Rými fyrir þig

Heimstaden leggur mikla áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna. Þarfir viðskiptavina Heimstaden eru margþættar, hvort sem það er vegna mismunandi fjölskyldu stærða sem geta tekið breytingum eða ef leigutakinn vill hafa frelsi til að breyta til.

Hugmyndin að baki „rými fyrir þig“ er sú að miðla framtíðarsýn Heimstaden um vinaleg heimili þar sem við sjáum um hvert annað og samfélagið sem við búum í.

Nánar um Rými fyrir þig, hér.