Hlutverk í samfélaginu

Okkar samfélagslega ábyrgð

Við vinnum að því að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun með samstarfi við hagsmunaaðila í nærumhverfi okkar. Sem íbúðaleigufélag er það eitt af markmiðum okkar að stuðla að góðri heilsu samfélagsins ásamt því að vinna að öruggu umhverfi fyrir starfsmenn okkar, viðskiptavini og aðra samstarfsaðila. Við leggjum okkar af mörkum til að bæta umhverfið þar sem við leigjum út íbúðir.

Sjálfbærni

Sjálfbærni er náttúrulegur hluti af starfsemi okkar. Við fjárfestum í fasteignum til langs tíma, sýnum nýtni í rekstri okkar og einbeitum okkur að fólki, umhverfinu og loftslagi.

Við trúum á að skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vinnum eftir Heimsmarkmiðunum. Heimstaden undirritaði árið 2019 Global Compact samning Sameinuðu þjóðanna sem er skuldbinding um að vinna að tíu grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna, er varða samfélagslega ábyrgð.

Þannig búum við til langtímaverðmæti fyrir hluthafa, samstarfsaðila og viðskiptavini – en einnig fyrir starfsmenn okkar og fyrir samfélagið í heild.

UN global compactFramurskarandi fyrirtæki

Samstarf

Famtíðarsýnin okkar er einföld, við leitust við að leggja okkar af mörkum til betra samfélags. Við viljum skapa aukið virði fyrir leigjendur okkar og stuðli að þróun og uppbyggingu þeirra svæða sem við störfum á.

Heimstaden leggur áherslu á að taka þátt í samfélaginu á þeim svæðum sem eignir félagsins eru t.d. með því að halda uppákomur fyrir viðskiptavini sína og styðja við félagslegt starf.